Heitir og
kaldir pottar

Íslensk framleiðsla síðan 1982

Góð Ráð

Hér verða sett inn nokkur atriði sem sýna og benda á góðan frágang, sniðugan frágang og slæman frágang.

Auka kúluloki er komið fyrir milli yfirfall og barnayfirfalls. Mögulegt er þá að geta lokað fyrir yfirfallið og opna á sama tíma fyrir barnayfirfallið til að taka við umframvatni sem rennur í pottinn. Yfirfallið verður þá óvirkt, tekur ekki við vatni. Við þetta hverfur það hljóð sem oft myndast við yfirfall þegar vatn rennur þar í gegn, svo kallað soghljóð. Þar sem barnayfirfallið er staðsett niðri í vatninu þá nær vatnið ekki að draga loft þar og ekkert hljóð heyrist því. Þetta getur því verið góð lausn fyrir þá sem óska eftir því að sitja í pottinum í kyrrð og ró, laus við það óhljóð sem oft myndast þegar yfirfallið er að taka við vatni úr pottinum.

Hér má sjá PDF skjal með teikningu af staðsetningu á þessum kúluloka.

Best er að staðsetja alla rofa bakatil við setlaug, ekki þar sem stigið er uppí setlaugina. Með því að staðsetja rofa bakatil er hægt að fyrirbyggja slys á fólki þegar stigið er uppí setlaugina og úr henni. Gott er jafnvel að setja rofa í box eða útbúa aðstöðu fyrir rofa svo þeir verði síður fyrir hnjaski eða skemmdum.
Rangur frágangur og það sem má alls ekki gera er að setja rofa á brún eða kant setlaugar. Það mun skapa vandamál þegar lok er sett á setlaugina. Rofar standa þá uppúr brúninni á setlauginni og kemur í veg fyrir að lok lokist alveg.

Hafa samband