Heitir og
kaldir pottar

Íslensk framleiðsla síðan 1982

Góð Ráð

Hér verða sett inn nokkur atriði sem sýna og benda á góðan frágang, sniðugan frágang og slæman frágang.

Hægt er að bora lítið gat, 8-10mm ofan í yfirfallið að utanverðu, þá kemur loft inn þar þegar vatn rennur út í gegnum yfirfallið og soghlóðið svo til hverfur. Einnig er hægt að setja té á yfirfallslönguna og setja slöngubút það upp undir pottbrúnina sem loftun.

Best er að staðsetja ljósa og þrýstirofa í lóðréttan flöt til að fyrirbyggja að vatn frjósi á og í þeim.  Gott er jafnvel að setja rofa í box eða útbúa aðstöðu fyrir rofa svo þeir verði síður fyrir hnjaski eða skemmdum. Loftun á nuddi skal setja við hlið setlaugar.
Rangur frágangur og það sem má alls ekki gera er að setja rofa á brún eða kant setlaugar. Það mun skapa vandamál þegar lok er sett á setlaugina. Rofar standa þá uppúr brúninni á setlauginni og kemur í veg fyrir að lok lokist alveg.

Hafa samband