Upplýsingar
BYGGINGARREGLUGERÐIR
Ekki er mikið fjallað um setlaugar eða heita potta í byggingarreglugerð frá Mannvirkjastofnun sem gildir fyrir allt landið. Áður en nýbygging er teiknuð eða breyting á eldra húsnæði er gerð er best að hafa samband við viðkomandi byggingafulltrúa varðandi ráð og reglugerðir fyrir skil á teikningum af setlaugum á lóðum og pípulögnum að og frá þeim. Það eru helst kröfur um skil á teikningum af pípulögnum og staðsettningu á setlaug sem byggingarfulltrúi óskar eftir að fá gögn um áður en hafist er handa.
Áhugasömum er bent á að hægt er að skoða fulla útgáfu af byggingarreglugerðinni frá Mannvirkjastofnun inná heimasíðu Mannvirkjastofnununar.
Fyrir starfsleyfisskilda starfsemi t.d. útleigu, orlofshús o.fl. þar sem setlaug eða heitur pottur er staðsettur gilda ákveðnar starfsleyfisskilyrði. Hér er hægt að skoða PDF skjal um þær reglur.
LEIÐBEININGAR
LEIÐBEININGAR UM VAL Á HITAVEITUPOTTI OG FYLGIHLUTI.
Hér má skoða PDF skjal um þær leiðbeiningar sem NORM-X ráðleggur fólki að hafa í huga áður en kaup á setlaug fyrir hitaveitu eru gerð. Það er t.d. stærð, lögun, staðsettning, litur, lok, hitastýring o.fl. Þetta eru almennar leiðbeiningar sem gott er að hafa í huga áður en ákvörðun er tekin um kaup á setlaug.
LEIÐBEININGAR FYRIR SETLAUGAR OFANÍ TRÉPALL.
Hér má skoða PDF skjal um þær leiðbeiningar sem NORM-X ráðleggur vegna smíði og frágangs setlauga frá NORM-X sem komið er fyrir í trépall.
LEIÐBEININGAR FYRIR SETLAUGAR OFANÁ JARÐVEG EÐA STEYPTAN PALL.
Hér má skoða PDF skjal um þær leiðbeiningar sem NORM-X ráðleggur vegna smíði og frágangs setlauga frá NORM-X sem komið er fyrir ofaná jarðveg, steyptan pall o.fl.
LEIÐBEININGAR UM ÖRYGGISMÁL SETLAUGA.
Hér má skoða PDF skjal um þær leiðbeiningar sem NORM-X ráðleggur vegna öryggismála setlauga.
LEIÐBEININGAR UM ÞRIF SETLAUGA.
Hér má skoða PDF skjal um þær leiðbeiningar sem NORM-X ráðleggur vegna þrif setlauga.
GÓÐ RÁÐ
Hér verða sett inn nokkur atriði sem sýna og benda á góðan frágang, sniðugan frágang og slæman frágang.
SOGHLJÓÐ VIÐ YFIRFALL OG HVERNIG LOSNA MÁ VIÐ ÞAÐ.
Auka kúluloki er komið fyrir milli yfirfall og barnayfirfalls. Mögulegt er þá að geta lokað fyrir yfirfallið og opna á sama tíma fyrir barnayfirfallið til að taka við umframvatni sem rennur í pottinn. Yfirfallið verður þá óvirkt, tekur ekki við vatni. Við þetta hverfur það hljóð sem oft myndast við yfirfall þegar vatn rennur þar í gegn, svo kallað soghljóð. Þar sem barnayfirfallið er staðsett niðri í vatninu þá nær vatnið ekki að draga loft þar og ekkert hljóð heyrist því. Þetta getur því verið góð lausn fyrir þá sem óska eftir því að sitja í pottinum í kyrrð og ró, laus við það óhljóð sem oft myndast þegar yfirfallið er að taka við vatni úr pottinum.
Hér má sjá PDF skjal með teikningu af staðsetningu á þessum kúluloka.
Á þessum myndum má líka sjá staðsettningu á nudddælu, rofum og kúluloka framlengingarskafti til tæmingar á pottinum. Allt staðsett baka til sem bæði er fallegri frágangur og skapar minni hættu á slysum og skemmdum á búnaði.
STAÐSETTING OG FRÁGANGUR ROFA VIÐ SETLAUG.
Best er að staðsetja alla rofa bakatil við setlaug (sjá mynd), ekki þar sem stigið er uppí setlaugina. Með því að staðsetja rofa bakatil er hægt að fyrirbyggja slys á fólki þegar stigið er uppí setlaugina og úr henni. Gott er jafnvel að setja rofa í box eða útbúa aðstöðu fyrir rofa svo þeir verði síður fyrir hnjaski eða skemmdum.
Rangur frágangur og það sem má alls ekki gera er að setja rofa á brún eða kant setlaugar. Það mun skapa vandamál þegar lok er sett á setlaugina. Rofar standa þá uppúr brúninni á setlauginni og kemur í veg fyrir að lok lokist alveg.
TEIKNINGAR
GVENDARLAUG
Teikning 1
Teikning 2
GRETTISLAUG
Teikning 1
Teikning 2
SNORRALAUG
Teikning 1
Teikning 2
Teikning af botnstykki
UNNARLAUG
Teikning 1
Teikning 2
GEIRSLAUG
Teikning 1
Teikning 2
TENGIBÚNAÐUR
Tengibúnaður A
Tengibúnaður B
Tengibúnaður B2
UNDIRSTÖÐUR
Undirstöður í trépall
Undirstöður ofaná pall
VIÐARKAMÍNUR
Tengibúnaður H
HITASTÝRINGAR
Hitastýring með blæðingu
Hitastýring með yfirhitavara
Hitastýring með 2 blöndunarlokum
LJÓSBÚNAÐUR
Balboa ljós með spenni
UMHVERFISVERND
NormX heitir pottar eru framleiddir úr gegnheilu Polyethylene plasti sem er 100% endurvinnanlegt. Allur afskurður og annað aukaefni sem fellur til við framleiðslu pottana er endurnýtt á Íslandi og er til dæmis notað til að framleiða girðingarstaura.
OPNUNARTÍMI
- Mánudaga til fimmtudaga, opið 10:00 – 18:00
- Föstudaga, opið 10:00 – 17:00