Activ Spa Klór
4.330kr.
Spa Klor Granules 56% er sótthreinsiefni / klórkorn sem ætlað er til notkunar í heita potta og baðlaugar bæði innan- og utandyra.
- Lýsing
- Viðbótarupplýsingar
- Annað
Lýsing
Spa Klor Granules 56% er sótthreinsiefni / klórkorn sem ætlað er til notkunar í heita potta og baðlaugar bæði innan- og utandyra.
Leiðbeiningar
Best er að mæla pH gildi vatnsins fyrst til að sem bestur árangur náist, rétt pH gildi er frá 7.0 – 7.4. Ef það gildi er rétt þegar klórnum er bætt út í vatnið næst besta hugsanlega blandan á vatnið bæði upp á þína upplifun í vantinu sem og með tilliti til sótthreinsunar.
Skömmtun
Setjið 9 grömm af Spa Klor kornum út í hverja 1.000 lítra af vatni. Best er að leysa upp rétt magn af dufti í glæru plast íláti og leyfa því að leysast upp. Hellið svo blöndunni út í vatnið í pottinum / baðlauginni, ef að það er hringrásardæla í pottinum, látið hana þá ganga þegar blöndunni er hellt út í vatnið.
Einnig má setja dufti beint í vatnið, sáldrið rólega réttu magn af klórkornum / dufti beint út í pottinn en þá framan við hringrásarstútinn og láta pottinn ganga í allavega 20 mínútur.
ATHUGIÐ!
- LESIÐ ÁVALLT LEIÐBEININGAR OG FYLGIÐ ÞEIM!
- BLANDIÐ KLÓREFNUM ALDREI SAMAN VIÐ AÐRA EFNAVÖRU, það getur verið stórhættulegt og orsakað efnasprengingar og sérstaklega skal varast það að blanda saman við súr hreinsiefni.
- Farið ávallt varlega með allar efnavörur.
- Passið upp á rétta blöndun á klórefnum, röng blöndun getur orsakað ýmiskonar vandamál s.s. ertingu í húð og öndunarfærum.
Viðbótarupplýsingar
Þyngd | 1 kg |
---|