Lýsing
Avance 600 er efni sem ætlað er til hreinsunar á nuddkerfum rafmagnspotta. Samkvæmt upplýsingum frá framleiðanda þá fjarlægir og hindrar Avance -600, þörunga, bakteríu- og sveppavöxt í öllu vatni leiðslum og búnaði í nuddpottum.
Til að tryggja bakteríulausan búnað setjið innihald flöskunnar, 1 liter. út í nuddpottinn fullan af vatni og látið hringrásina ganga í ca. 2-3 tíma. Hleypið að því loknu úr pottinum og skolið allar leiðslur og búnað, ath. að hreinsa síur líka.
1 líter í brúsanum.