Lýsing
Einangrað lok á allar gerðir setlauga frá NormX. Lokin eru tvískipt og fest niður með sex böndum. Lokin einangra vel, eru slitsterk, auðveld í meðförum og falleg. Þyngd er ca 17-19 kg eftir stærð og tegund setlaugar. Lokin eru mjög vönduð með álklæðningu utan um einangrunina og tveimur styrktarbitum í hvorum helmingi. Lokin grá á litinn.
Stærðirnar eru eftirfarandi:
Snorralaug átthyrnt 223×223 cm
Grettislaug átthyrnt 196×196 cm
Unnarlaug ferkantað hornin skorin af 196×196 cm
Geirslaug hringlaga 207×207 cm
Gvendarlaug hringlaga 173×173 cm
Sigurlaug átthyrnt 115×115 cm