Digital hitastýring
158.000kr. – 168.000kr.
Einföld digital hitastýring sem hefur stjórnstöð með tveimur upplýsingagluggum sem sýna annars vegar raunhita frá hitanema staðsettum í setlaug og svo hinsvegar óskað hitagildi í lauginni. Stýringin lokar fyrir innrennsli þegar óskuðu hitastigi er náð og opnar aftur fyrir rennsli þegar hitastig hefur lækkað samkvæmt völdu gildi, yfirleitt 1-2 gráður. Stýringin er tengd yfirhitavara sem lokar fyrir rennsli ef hiti á innrennsli verður of hár. Blöndunarloki er 1″ og fittings er úr kopar.
Með þessari stýringu tekur ca. 30 mín að fylla Grettislaug á þeim svæðum þar sem eðlilegur vatnsþrýstingur er.
- Lýsing
- Viðbótarupplýsingar
- Annað
Lýsing
Digital hitastýringar sem hefur stjórnstöð með tveimur upplýsingagluggum sem sýna annars vegar raunhita frá hitanema staðsettum í setlaug og svo hinsvegar óskað hitagildi í lauginni. Stýringin lokar fyrir innrennsli þegar óskuðu hitastigi er náð og opnar aftur fyrir rennsli þegar hitastig hefur lækkað samkvæmt völdu gildi, yfirleitt 1-2 gráður. Stýringin er tengd yfirhitavara sem lokar fyrir rennsli ef hiti á innrennsli verður of hár. Blöndunarloki er 1″ og fittings eru úr kopar.
Með þessari stýringu tekur ca. 30 mín að fylla Grettislaug á þeim svæðum þar sem eðlilegur vatnsþrýstingur er.
Hægt er að tengja rafmagnskúluloka við stýringuna.
Hitastýringin er hönnuð fyrir íslenskar aðstæður þar sem notast er við hitaveituvatn. Hitastýringin er auðveld í uppsetningu og einföld í notkun. Þessi hitastýring er ætluð fyrir þá sem vilja eiga þess kost að hafa vatn í pottinum um lengri eða skemmri tíma. Stjórnstöð sér þá um að viðhalda því hitastigi sem óskað er og bætir við heitu vatni eftir þörfum. Setlaugin er því tilbúin til notkunar hvenær sem er.
Hitanemann í pottinn er hægt að fá í 10, 20, 30m. lengdum.
Þegar hitanema kapallinn er dreginn í rör að potti, þá mælum við með að kapalinn sé aftengdur í hitastýringunni og sá endi dreginn frá potti og að stýringu, ekki draga nemann út í gegnum rör nema plás í rörinu sé mjög gott, þannig má koma í veg fyrir að neminn verði fyrir hnjaski eða skemmist.
Viðbótarupplýsingar
Þyngd | 6 kg |
---|---|
Mál | 40 × 60 × 20 sentimetri |
Lengd | 10m kapall, 20m kapall, 30m kapall |